mánudagur, maí 07, 2007

Drasl

Krakkarnir hurfu fyrir hádegið til vina og við Alison gripum tækifærið til að taka aðeins til og henda drasli. Það er allveg ótrúlegt hvað það sankast mikið að hlutum í kringum mann sem maður vill ekki henda strax en nokkrum árum seinna skilur maður ekkert í afhverju maður var að geima allt þetta drasl. Endurnýtingunartunnan okkar er orðin full af papírsdóti, gömlum bókum og bæklingum og ég fór með 3 svarta plastpoka fullum af öðru dóti og svo helling af fötum út í "Sorpu".

Mikið líður mér betur fyrir þetta.

En það er samt hellingur eftir og háaloftið er versti staðurinn af þeim öllum. Það er staður fyrir hluti sem eru of stórir til að geima annarstaðar í húsinu en þar gleymast þeir.

En háaloftið verður að bíða síns tíma

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...