Fótboltafár
Liverpool og Milan fara bráðum að byrja að sparka boltanum úti í Grikklandi og það verða allir límdir við skjáinn til að fylgjast með.
Vinnufélagi minn er Ítali og heldur náttúrulega með sínu liði. Sumir hérna eru frá Liverpool og halda með þeim en það skrítna er að þeir sem búa í Manchester og styðja Manchester United, vilja frekar að Milan vinni heldur en að erkióvinurinn í Liverpool fái bikarinn (aftur).
Ég verð að fara að drífa mig á hótelið. Ég ætla að fylgjast með, þó ekki sé ég með fótboltaveiruna, því það verður ekki talað um annað á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...