Einsamall í London
Ég er í London í nokkra daga að aðstoða við að koma litlu verkefni í gang. Ég gisti á venjulega á sama hótelinu þegar ég er hérna og í kvöld er ég á efstu hæðinni með gott útsýni yfir London og einnig yfir aðflugsleiðina að Heathrow flugvellinum. Það sýnir sig hvað manni getur leiðst að hanga einn á hótelherbergi að ég fór að fylgjast með aðfluginu fyrr í kvöld. Það er allveg ótrúlegt hvað flugvélarnar koma þétt inn. Það er aldrei meira en tvær mínútur á milli þeirra, venjulega aðeins ein eða ein og hálf mínúta. Ég gat alltaf séð fjórar vélar í loftinu í einu, hverja á eftir annari.
"How sad is that? A plane spotter!"
Það var ekki hægt að fara út að labba því það var leiðinda rok úti sem þyrlaði upp miklu ryki af götunum og frjókornum af trjánum sem fór beint í augun og nefið á manni.
En svo hætti ég að fylgjast flugvélunum út um gluggann þegar það byrjaði þáttur í sjónvarpinu , "Return of The Tribe", um 6 frumbyggja sem komu frá afskekktu þorpi í Papua New Guinea og voru boðnir til að heimsækja London. Sjónvarpsmaðurinn sem gerði þáttinn hafði áður gert þátt um þegar hann heimsótti þá í þorpið þeirra. Ég sá þann þátt líka og fannst gaman af en þessi var alveg bráðfyndinn. Það var stórskemmtilegt að fylgjast með þeim þegar þeir fóru að skoða London Eye, þeir voru svaka smeykir við að prufa það. Þeir fóru til St. Pauls sem þeim fannst stórfenglegt og þeir fóru í neðanjarðarlest líka sem þeim fannst skelfilegt. Og þeir voru voða hneykslaðir yfir því að Drottningin vildi ekki leyfa þeim að heilsa uppá hana í Buckingham Pallace.
Svo tók ég eftir því að það var (mjög) veik þráðlaus nettenging á hótelinu sem var opin þannig að ég gat skrifað smávegis á blogginn minn.
...og það gladdi mig aðeins...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...