Partýhelgi
Krakkarnir hafa haft mikið að gera þessa helgina við að skemmta sér.
Lindsey fór í tvö afmælispartý, eitt í gær og annað í dag. Þau voru bæði í heimahúsum og það var leikið sér í görðunum. Í fyrra partýinu hélst veðrið þurt en það er búið að rigna í allan dag og partýið í dag var því heldur blautt. Hópurinn varð að leika sér inni en það fór allt vel fram.
Hávar fór líka í afmælispartý í gær (Ten Pin Bowling) og í dag fór hann með nokkrum vinum sínum á bíó þar sem þeir sáu Superman 3.
Við Alison nýttum tækifærið í dag með krakkana að heiman og sorteruðum meira drasl til fara með útí "Sorpu", í þetta sinn drasl úr háaloftinu. Eldgömul barnaföt og barnadót.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...