föstudagur, maí 11, 2007

Tapað tækifæri...

Þá er það ljóst að Ísland verður ekki með í aðalkeppninni í Júróvisíon.

Ég fylgdist reyndar ekki með forkeppninni en mér skilst að Eiki gerði það gott þó ekki hafi hann komist áfram.

Áhugi minn á því að fylgjast með hefur verið voðalega daufur eftir að Trausti komst ekki í gegn með eitt af sínum stórgóðu lögum.

Þangað til það gerist hef ég ekki áhuga. Neibb. Ekki agnarögn.

1 ummæli:

  1. Heyr, heyr!
    Við viljum Trausta í Eurovision á næsta ári og ekkert múður!

    (Að öðrum kosti mun ég sko alls ekki fylgjast með keppninni og svo er ég líka að spá í að segja upp áskrift minni að RUV fái Trausti ekki að fara næst...)

    Leitt að heyra af veikindunum á heimilinu, vonandi verða þau fljót að hrista þetta af sér.

    Knús og kremjur,
    Bogga

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...