fimmtudagur, maí 17, 2007

Einn þreyttur

Ég fór á fætur klukkan fjögur í morgun til að mæta tímanlega út á flugvöll (á leiðinni til Glasgow) en vélinni var seinkað um klukkutíma. Ég keypti mér bók að stytta mér biðina; Panic, eftir Jeff Abbott og hún er bara nokkuð góð, það sem af er.

Annars verð ég að fara að koma mér á hótelið og slappa af. Þetta er búinn að vera þreytandi dagur, á fundi allan tíman, og ég var á tímabili farinn að dotta. Ekki nógu gott!

Það á að vera sundlaug í hótelinu og ég ætla að fá mér smá sundsprett. Kanski ég vakni aðeins við það til að geta lesið meira af nýju bókinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...