Hús hinna sjúku
Húsið hefur verið fullt af veiku fólki mestalla vikuna. Alison og Hávar hafa bæði verið voðalega slöpp með höfuðverk, listleysi og þessháttar.
Hávar er ennþá frá skólanum en Alison dró sig í vinnuna í morgun.
Lindsey lýsti því yfir í gærmorgun að hún væri líka veik og hún fór því ekki í skólann í gær en það var ekkert alvarlegt að henni. Hún var fljótlega orðin hress.
Kanski var þetta bara samúðarveiki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...