Hálfannarfrí
Þá eru krakkarnir komnir í hálfannarfríið sitt. Heil vika án þess að þurfa að fara í skólann. Reyndar var Lindsey komin í frí í gær en Alison var að vinna þannig að hún var hjá vinkonu sinni. Hávar var líka í hálfgerðu fríi því hann fór með bekknum sínum að skauta á innanhússvelli. Það var voða gaman þó að hann hafi dottið mikið.
Það er frídagur hjá mér á mánudaginn en eins og gerist með flesta frídaga þá er veðurspáin ekkert voðalega góð. En vonandi verður það ekki of slæmt því planið er að við Hávar förum með Ron út að ganga yfir Malvern hæðirnar.
Við Alison fórum út að borða með vinum okkar, Alison og Gerry, í gær. Gerry varð fimmtugur fyrr í vikunni og það var líka 21 árs brúðkaupsafmæli þeirra. Gott kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...