Ekkert gekk að ganga
Það varð ekkert af göngunni um Malvern í gær því það voru leiðinda skúrir allan dagin. En við höfðum fullt hús í kvöldmat í staðin. Lyn, vinkona Alison kom í heimsókn og svo gerði Luke, vinur Hávars. Ron kom svo til okkar um fjögur leitið.
Lindsey gerði mikið í því að dansa fyrir alla þá sem vildu horfa á; ballett, jazz, ballroom....
Þetta stutta blauta frí er búið hjá mér og ég er komin aftur á minn stað í Manchester. Á næstu helgi verður staðið í því að flytja skrifstofuna í nýtt húsnæði. Það verður ennþá í nágrenni Manchester en bærinn heitir Sale. Nýja skrifstofan á að vera voða góð en það er víst lítið um bílastæði og ég get ekki vonast til að fá pláss. Ég er ekki alveg búin að plana þetta en vonandi get ég fundið hótel í grendinni þar sem ég get lagt bílnum og svo gengið í vinnuna. Þetta á allt eftir að reddast.
Svo verður mamma á ferðinni í Glasgow vikuna þar á eftir. Kanski ég athugi með að vinna þaðan í nokkra daga svo maður geti heilsað uppá hana. Það yrði gaman ef það tekst.