þriðjudagur, maí 29, 2007

Ekkert gekk að ganga

Það varð ekkert af göngunni um Malvern í gær því það voru leiðinda skúrir allan dagin. En við höfðum fullt hús í kvöldmat í staðin. Lyn, vinkona Alison kom í heimsókn og svo gerði Luke, vinur Hávars. Ron kom svo til okkar um fjögur leitið.

Lindsey gerði mikið í því að dansa fyrir alla þá sem vildu horfa á; ballett, jazz, ballroom....

Þetta stutta blauta frí er búið hjá mér og ég er komin aftur á minn stað í Manchester. Á næstu helgi verður staðið í því að flytja skrifstofuna í nýtt húsnæði. Það verður ennþá í nágrenni Manchester en bærinn heitir Sale. Nýja skrifstofan á að vera voða góð en það er víst lítið um bílastæði og ég get ekki vonast til að fá pláss. Ég er ekki alveg búin að plana þetta en vonandi get ég fundið hótel í grendinni þar sem ég get lagt bílnum og svo gengið í vinnuna. Þetta á allt eftir að reddast.

Svo verður mamma á ferðinni í Glasgow vikuna þar á eftir. Kanski ég athugi með að vinna þaðan í nokkra daga svo maður geti heilsað uppá hana. Það yrði gaman ef það tekst.

sunnudagur, maí 27, 2007

Lokkarnir falla

Lindsey fór inní Redditch í dag til að láta klippa á sér hárið. Það var orðið alltof langt, náði næstum niður á rassinn, og það var erfitt að halda því flókalausu. Það voru teknir einir 15 sentimetrar af hárinu og það lítur vel út. Það er ennþá langt en ekki of langt. Myndirnar hérna eru fyrir og eftir myndir.



Hún er svaka ánægð enda var hún oft örg yfir því hvað það var oft flókið.

Annars er þetta búin að vera ekta fríhelgi það sem af er, rigning og rok. Ég veit ekki hvernið það verður með gönguna á morgun...

laugardagur, maí 26, 2007

Hálfannarfrí

Þá eru krakkarnir komnir í hálfannarfríið sitt. Heil vika án þess að þurfa að fara í skólann. Reyndar var Lindsey komin í frí í gær en Alison var að vinna þannig að hún var hjá vinkonu sinni. Hávar var líka í hálfgerðu fríi því hann fór með bekknum sínum að skauta á innanhússvelli. Það var voða gaman þó að hann hafi dottið mikið.

Það er frídagur hjá mér á mánudaginn en eins og gerist með flesta frídaga þá er veðurspáin ekkert voðalega góð. En vonandi verður það ekki of slæmt því planið er að við Hávar förum með Ron út að ganga yfir Malvern hæðirnar.

Við Alison fórum út að borða með vinum okkar, Alison og Gerry, í gær. Gerry varð fimmtugur fyrr í vikunni og það var líka 21 árs brúðkaupsafmæli þeirra. Gott kvöld.


miðvikudagur, maí 23, 2007

Fótboltafár

Liverpool og Milan fara bráðum að byrja að sparka boltanum úti í Grikklandi og það verða allir límdir við skjáinn til að fylgjast með.

Vinnufélagi minn er Ítali og heldur náttúrulega með sínu liði. Sumir hérna eru frá Liverpool og halda með þeim en það skrítna er að þeir sem búa í Manchester og styðja Manchester United, vilja frekar að Milan vinni heldur en að erkióvinurinn í Liverpool fái bikarinn (aftur).

Ég verð að fara að drífa mig á hótelið. Ég ætla að fylgjast með, þó ekki sé ég með fótboltaveiruna, því það verður ekki talað um annað á morgun.

þriðjudagur, maí 22, 2007

Það er gaman að vera ungur

Það er ekki mikið um nám hjá Hávari í skólanum þessa vikuna. Stór hópur nemenda er í skólaferðalagi í Frakklandi en hinir sem heima sitja gera bara eitthvað gaman í staðinn. Í gær var hann að dunda í leiklist, í dag er hann að baka eitthvað í skólaeldhúsinu og á morgun verður farið í skemmtigarð með liðið.

Í næstu viku verða krakkarnir komnir í hálfannarfrí og Lindsey byrjar meira að segja í fríinu sínu á föstudaginn.

Það er gaman að vera ungur.

föstudagur, maí 18, 2007

Kambur að loka?

Þetta eru alvarlegar fréttir sem maður er að heyra af Flateyri, að Kambur sé að loka, og ömurlegar fréttir fyrir fólk sem vinnur þar. Þetta getur ekki hafa verið auðveld ákvörðun hjá Hinriki.

Manni varð bara illt í maganum við að lesa þetta.

Við verðum bara að vona að einhver verði til að taka við og að eitthvað gott komi út úr þessu.

Sendi mínar bestu kveðjur heim í fjörðinn.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Einn þreyttur

Ég fór á fætur klukkan fjögur í morgun til að mæta tímanlega út á flugvöll (á leiðinni til Glasgow) en vélinni var seinkað um klukkutíma. Ég keypti mér bók að stytta mér biðina; Panic, eftir Jeff Abbott og hún er bara nokkuð góð, það sem af er.

Annars verð ég að fara að koma mér á hótelið og slappa af. Þetta er búinn að vera þreytandi dagur, á fundi allan tíman, og ég var á tímabili farinn að dotta. Ekki nógu gott!

Það á að vera sundlaug í hótelinu og ég ætla að fá mér smá sundsprett. Kanski ég vakni aðeins við það til að geta lesið meira af nýju bókinni.

þriðjudagur, maí 15, 2007

Gizzoogle

Hafiði heyrt um Gizzoogle? Ég rakst á þetta Google joke um daginn. Það þýðir vefsíður (á ensku) yfir á götulangur og getur verið fyndið.

Til dæmis þetta er þýðing á grein um Tony Blair. [fyrir] [eftir]

Íslenskan þýðist ekkert alltof vel en ef þið smellið hér þá fáið þið þýðingu á þessari síðu.

sunnudagur, maí 13, 2007

Partýhelgi

Krakkarnir hafa haft mikið að gera þessa helgina við að skemmta sér.

Lindsey fór í tvö afmælispartý, eitt í gær og annað í dag. Þau voru bæði í heimahúsum og það var leikið sér í görðunum. Í fyrra partýinu hélst veðrið þurt en það er búið að rigna í allan dag og partýið í dag var því heldur blautt. Hópurinn varð að leika sér inni en það fór allt vel fram.

Hávar fór líka í afmælispartý í gær (Ten Pin Bowling) og í dag fór hann með nokkrum vinum sínum á bíó þar sem þeir sáu Superman 3.

Við Alison nýttum tækifærið í dag með krakkana að heiman og sorteruðum meira drasl til fara með útí "Sorpu", í þetta sinn drasl úr háaloftinu. Eldgömul barnaföt og barnadót.

laugardagur, maí 12, 2007

Menning

Það verður ekkert horft á Júróvisíon í kvöld, það er menning á hærra stigi en það sem bíður okkar.

Við Alison förum með Guðrúnu og Magnúsi inní Birmingham í kvöld til að horfa á skautaballetinn "Swan Lake on Ice" og hlusta á indæla tónlist eftir Tchaikovsky.

Matur á undan og fínlegheit.

föstudagur, maí 11, 2007

Stemming í miðbænum

Mikið væri nú gaman að vera í Reykjavík og fylgjast með stemminguni í kringum Risessuna sem er á gangi um bæinn.

Ég var að sýna Lindsey myndir af henni af netinu og hún var alveg yfirsig hrifin af henni.

Hús hinna sjúku

Húsið hefur verið fullt af veiku fólki mestalla vikuna. Alison og Hávar hafa bæði verið voðalega slöpp með höfuðverk, listleysi og þessháttar.

Hávar er ennþá frá skólanum en Alison dró sig í vinnuna í morgun.

Lindsey lýsti því yfir í gærmorgun að hún væri líka veik og hún fór því ekki í skólann í gær en það var ekkert alvarlegt að henni. Hún var fljótlega orðin hress.

Kanski var þetta bara samúðarveiki.

Tapað tækifæri...

Þá er það ljóst að Ísland verður ekki með í aðalkeppninni í Júróvisíon.

Ég fylgdist reyndar ekki með forkeppninni en mér skilst að Eiki gerði það gott þó ekki hafi hann komist áfram.

Áhugi minn á því að fylgjast með hefur verið voðalega daufur eftir að Trausti komst ekki í gegn með eitt af sínum stórgóðu lögum.

Þangað til það gerist hef ég ekki áhuga. Neibb. Ekki agnarögn.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Erfitt að kenna gömlum hundi að sitja

Evrópusambandið er búið að gefast upp á að snúa hinum þrjóskum Bretum yfir á metrakerfið. Það virðist sem hinar gömlu einingar eigi eftir að halda sér.

"Pint of beer"
"Yard of ale"
"Pinch an inch"
"Six foot fence"
"Pound of apples"
"An ounce of courage"

Þetta á eftir að heyrast aðeins lengur....

þriðjudagur, maí 08, 2007

Einsamall í London

Ég er í London í nokkra daga að aðstoða við að koma litlu verkefni í gang. Ég gisti á venjulega á sama hótelinu þegar ég er hérna og í kvöld er ég á efstu hæðinni með gott útsýni yfir London og einnig yfir aðflugsleiðina að Heathrow flugvellinum. Það sýnir sig hvað manni getur leiðst að hanga einn á hótelherbergi að ég fór að fylgjast með aðfluginu fyrr í kvöld. Það er allveg ótrúlegt hvað flugvélarnar koma þétt inn. Það er aldrei meira en tvær mínútur á milli þeirra, venjulega aðeins ein eða ein og hálf mínúta. Ég gat alltaf séð fjórar vélar í loftinu í einu, hverja á eftir annari.

"How sad is that? A plane spotter!"

Það var ekki hægt að fara út að labba því það var leiðinda rok úti sem þyrlaði upp miklu ryki af götunum og frjókornum af trjánum sem fór beint í augun og nefið á manni.

En svo hætti ég að fylgjast flugvélunum út um gluggann þegar það byrjaði þáttur í sjónvarpinu , "Return of The Tribe", um 6 frumbyggja sem komu frá afskekktu þorpi í Papua New Guinea og voru boðnir til að heimsækja London. Sjónvarpsmaðurinn sem gerði þáttinn hafði áður gert þátt um þegar hann heimsótti þá í þorpið þeirra. Ég sá þann þátt líka og fannst gaman af en þessi var alveg bráðfyndinn. Það var stórskemmtilegt að fylgjast með þeim þegar þeir fóru að skoða London Eye, þeir voru svaka smeykir við að prufa það. Þeir fóru til St. Pauls sem þeim fannst stórfenglegt og þeir fóru í neðanjarðarlest líka sem þeim fannst skelfilegt. Og þeir voru voða hneykslaðir yfir því að Drottningin vildi ekki leyfa þeim að heilsa uppá hana í Buckingham Pallace.

Svo tók ég eftir því að það var (mjög) veik þráðlaus nettenging á hótelinu sem var opin þannig að ég gat skrifað smávegis á blogginn minn.

...og það gladdi mig aðeins...

mánudagur, maí 07, 2007

Drasl

Krakkarnir hurfu fyrir hádegið til vina og við Alison gripum tækifærið til að taka aðeins til og henda drasli. Það er allveg ótrúlegt hvað það sankast mikið að hlutum í kringum mann sem maður vill ekki henda strax en nokkrum árum seinna skilur maður ekkert í afhverju maður var að geima allt þetta drasl. Endurnýtingunartunnan okkar er orðin full af papírsdóti, gömlum bókum og bæklingum og ég fór með 3 svarta plastpoka fullum af öðru dóti og svo helling af fötum út í "Sorpu".

Mikið líður mér betur fyrir þetta.

En það er samt hellingur eftir og háaloftið er versti staðurinn af þeim öllum. Það er staður fyrir hluti sem eru of stórir til að geima annarstaðar í húsinu en þar gleymast þeir.

En háaloftið verður að bíða síns tíma

sunnudagur, maí 06, 2007

Helgarfrí

Frænkur krakkana, Jo og Becky, hafa verið hjá okkur yfir helgina á meðan foreldrar þeirra tóku helgarreisu saman úti að ganga í góða veðrinu. Við fórum öll í hjólreiðaferð að vatninu í Redditch í gær og í dag höfum við bara verið að slappa af. Ég sló blettinn í morgun og núna erum við bara að horfa á "Happy Feet" og borða súkkulaði. Á eftir kemur Ron í mat og við erum líka að búast við Chris og Dave í mat líka.

Við fengum heldur óvelkomna heimsókn inn í hús í morgun. Þetta var risa geitungur sem sat bara í rólegheiunum á stiganum, trúlega með 5 cm langan búk og óhugnanlegur að líta á. En það var tiltölulega auðvelt að ná honum og drepa á meðan krakkarnir földu sig í öðrum herbergjum.

laugardagur, maí 05, 2007

Eldsvoði ! Aftur ?

Fyrr á árinu kom eldur upp í rafmagnsdreifistöð í Redditch og rafmagnið fór af svotil öllum bænum. Í morgun kviknaði aftur í sömu stöðinni og það er dökkur reykjarmökkur sem stígur til himins. Rafmagnið hefur farið af tvisvar í morgun en bara í nokkrar mínútur í hvort skifti.

Manni er farið að gruna að ekki sé allt með felldu...

Flottir feðgar

Um daginn fórum við í brúðkaupsveislu og við Hávar fengum tækifæri til að fara í fínu fötin okkar.

Hvað finnst ykkur, erum við ekki flottir?

Reyklaust Skotland

Fyrir ári síðan bönnuðu Skotar reykingar á öllum almennum stöðum og það virðist ganga vel. Það er engin reykjafíla á veitingastöðum og það eru skilti útum allt til að mynna menn á það.

Ég tók eftir skilti inni í hótelherberginu þar sem ég gisti síðast í Glasgow. Þar er minnt er á að það er bannað að reykja og ef það sé gert verður sá hinn sam látinn borga fyrir aðra nótt og fyrir sótthreinsun á herberginu. Það er best að passa sig.

Listinn yfir reyklausa staði er nokkur langur:

  1. Restaurants.
  2. Bars and public houses.
  3. Shops and shopping centres.
  4. Hotels.
  5. Libraries, archives, museums and galleries.
  6. Cinemas, concert halls, theatres, bingo halls, gaming and amusement arcades, casinos, dance halls, discotheques and other premises used for the entertainment of members of the public.
  7. Premises used as a broadcasting studio or film studio or for the recording of a performance with a view to its use in a programme service or in a film intended for public exhibition.
  8. Halls and any other premises used for the assembly of members of the public for social or recreational purposes.
  9. Conference centres, public halls and exhibition halls.
  10. Public toilets.
  11. Club premises.
  12. Offices, factories and other premises that are non-domestic premises in which one or more persons work.
  13. Offshore installations.
  14. Educational institution premises.
  15. Premises providing care home services, sheltered housing or secure accommodation services and premises that are non-domestic premises which provide offender accommodation services.
  16. Hospitals, hospices, psychiatric hospitals, psychiatric units and health care premises.
  17. Crèches, day nurseries, day centres and other premises used for the day care of children or adults.
  18. Premises used for, or in connection with, public worship or religious instruction, or the social or recreational activities of a religious body.
  19. Sports centres.
  20. Airport passenger terminals and any other public transportation facilities.
  21. Public transportation vehicles.
  22. Vehicles which one or more persons use for work.
  23. Public telephone kiosks.

En það eru samt nokkrir staðir þar sem hægt er að reykja.
  1. Residential accommodation.
  2. Designated rooms in adult care homes.
  3. Adult hospices.
  4. Designated rooms in psychiatric hospitals and psychiatric units.
  5. Designated hotel bedrooms.
  6. Detention or interview rooms which are designated rooms.
  7. Designated rooms in offshore installations.
  8. Private vehicles.
Bretland fylgir á eftir með banni sem byrjar í Júlí í sumar. Get varla beðið.

miðvikudagur, maí 02, 2007

Ice Polls

Ég flaug til Glasgow í gær og fer aftur heim á morgun. Á hótelinu var ég að horfa á sjónvarpið með öðru auganu þegar það byrjaði þáttur sem tók athyggli mína, Ice Polls. Þetta var fréttapistill um Ísland eftir Sally Magnússon. Hún er dóttir Magnúsar Magnússon sem er trúlega þekktasti íslendingur á Bretlandseyjum, en hann dó fyrr á árinu. Hann fluttist hingað með foreldrum sínum þegar hann var ungur en hann er frægastur fyrir að hafa séð um spurningaleikinn Mastermind í sjónvarpinu um áraraðir.

En þessi pistill um Ísland var um umræðuna um stækkun álversins í Straumsvík og önnur svipuð málefni um stóriðju á Íslandi, sérstaklega þar sem kosningarnar eru að byrja. Hún spjallaði þar við forsetann, forsetisráðherrann og aðra pólítíkusa og einnig almenning sem var annaðhvort með eða á móti stóriðju. Það var líka rætt um Kárahnjúkavirkjun og álverið á austurlandi. Það var líka minnst á að Google og Microsoft hefðu áhuga á að koma up stórtækum tölvubúnaði á landinu vegna þess að raforkan er umhverfisvæn í framleiðslu á Íslandi.

Ég held að þessi þáttur var aðeins sýndur í sjónvarpinu hérna í Skotlandi en mér fannst sértaklega gaman af honum.