þriðjudagur, maí 22, 2007

Það er gaman að vera ungur

Það er ekki mikið um nám hjá Hávari í skólanum þessa vikuna. Stór hópur nemenda er í skólaferðalagi í Frakklandi en hinir sem heima sitja gera bara eitthvað gaman í staðinn. Í gær var hann að dunda í leiklist, í dag er hann að baka eitthvað í skólaeldhúsinu og á morgun verður farið í skemmtigarð með liðið.

Í næstu viku verða krakkarnir komnir í hálfannarfrí og Lindsey byrjar meira að segja í fríinu sínu á föstudaginn.

Það er gaman að vera ungur.

2 ummæli:

  1. Hae Ingvar
    Mer finnst eg hafa verið halfgerður leynigestur á siðuna þina síðan eg fann hana á einhverju vafri um netið. Eg kiki stundum á bloggsiður er er ekki duglega að kommenta og þ.a.m. a þina. Þú skrifar skemmtilega og svo er lika alltaf gaman að fylgjast með gömlum sveitungum.
    Bestu kveðjur úr firðinum þínum.
    Bessa

    SvaraEyða
  2. Gaman að heyra frá þér Bessa.
    Það er ekki oft sem maður heyrir frá gömlum sveitungum. Vona að það sé allt gott að frétta af þér.
    Haltu bara áfram að kíkja hingað. Maður fær ekki það margar heimsóknir og það er alltaf gaman að vita hverjir það eru sem kíkja.

    Kveðjur í sveitina,
    Ingvar

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...