Lokkarnir falla
Lindsey fór inní Redditch í dag til að láta klippa á sér hárið. Það var orðið alltof langt, náði næstum niður á rassinn, og það var erfitt að halda því flókalausu. Það voru teknir einir 15 sentimetrar af hárinu og það lítur vel út. Það er ennþá langt en ekki of langt. Myndirnar hérna eru fyrir og eftir myndir.
Hún er svaka ánægð enda var hún oft örg yfir því hvað það var oft flókið.
Annars er þetta búin að vera ekta fríhelgi það sem af er, rigning og rok. Ég veit ekki hvernið það verður með gönguna á morgun...
Hæhæ! Fínt hárið á Lindsey...alltaf gott að snyrta vel reglulega :o) Við Sólveig vorum að koma frá Þingvöllum þar sem við höfum verið síðan í gær. Höfum arkað um allt og skoðað fallegu náttúruna okkar í dýrindis veðri. Gistum á hótel Valhöll eftir að hafa snætt 3ja rétta máltíð og í dag fórum við í fjallgöngu upp á Arnarfellið, ókum svo í kring um vatnið með viðkomu á fallegustu stöðunum, fórum á hestbak hjá vinalegum hestamönnum sem áttu leið hjá og enduðum í bústað hjá vinafólki sem bauð okkur í kaffi og trampólín. Alveg einstaklega vel hepnuð helgi :o))
SvaraEyðaKnús og kveðja til allra,
Ragnheiður
Flott hjá ykkur mæðgunum.
SvaraEyðaÞað er alltaf hægt að ganga út frá því að þegar það er fínt veður hjá ykkur á Íslandi þá er leiðindaveður hjá okkur en það er svosem komin tími til að þið fáið gott veður.
já...það er bara spurning um að lagfæra hlutföllin aðeins..
SvaraEyða